Erlent

Danskur slökkviliðsmaður grunaður um 33 íkveikjur

Atli Ísleifsson skrifar
Tjónið af eldsvoðunum er metið á 340 milljónir króna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tjónið af eldsvoðunum er metið á 340 milljónir króna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Saksóknarar á Jótlandi hafa ákært slökkviliðsmann í hlutastarfi í Fjerritslev um að hafa verið valdur að 33 eldsvoðum í bænum. Saksóknarar segja manninn hafa hagnast fjárhagslega á eyðileggingunni og skýri það gjörðir hans.

„Fjárhagsleg staða hans var mjög slæm á síðasta ári. Hann var án fullrar atvinnu og fékk engar atvinnuleysisbætur eða aðra aðstoð. Einu tekjur hans voru þær sem hann fékk sem slökkviliðsmaður í hlutastarfi“, segir saksóknarinn Kim Kristensen í samtali við Ritzau.

Ákærði er 34 ára gamall og er grunaður um að hafa kveikt í sumarhúsum, gámum, heyböggum og fleiru í bænum sem er að finna á Norður-Jótlandi.

Tjónið af eldsvoðunum er metið á 340 milljónir króna og á maðurinn yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×