Enski boltinn

Messan: Ekki venjulega Arsenal liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ríkharður Daðason var einn sérfræðinga Guðmundar Benediktssonar í Messunni á Stöð 2 Sport í gær. Eitt af viðfangsefnum hans var varnarleikur Arsenal.

Arsenal vann glæstan 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham á laugardaginn. Liðið leit frábærlega út og réði lögum og lofum inni á vellinum.

Ríkharður nýtti sér frábæra nýjung hjá strákunum í Messunni, teikniborðið, og ákvað að sýna hversu öflugur og vel skipulagður varnarleikur Arsenal var í leiknum.

„Þeir eru með þriggja manna línu, og hún er bara í topp línu. Í varnarleiknum í seinni hálfleik, hvað eftir annað, voru bæði Sanchez og Özil komnir í þetta hlutverk við hliðina á Xhaka og Ramsey. Fylltu í plássinn svo það var ekki mikið til að spila í. Þetta er svo mikilvægt,“ sagði Ríkharður.

„Þetta er ekki Arsenal-liðið sem við erum vanir að sjá. En þetta eiga þeir að geta gert eins og allir hinir,“ sagði Ríkharður að lokum.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×