Sport

Sá banaslys kærastans í beinni sjónvarpsútsendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucy Draycott og Daniel Hegarty.
Lucy Draycott og Daniel Hegarty. Mynd/Fésbókin
Breski mótorhjólakappinn Daniel Hegarty lést um helgina eftir að hafa lenti í slysi í miðri keppni á heimsmeistaramótaröðinni í Kína.

Keppnin fór fram á Macao brautinni. Hegarty  keppti fyrir Top Gun Honda liðið en hann endaði sextándi í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrra.

Hegarty missti stjórn á mótorhjóli sínu á miklum hraða og skall á vegg. Keppnin var umsvifalaust stöðvuð en hinn 31 ára gamli Hegarty lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahúsið.

Lucy Draycott, kærasta Daniel Hegarty, fór ekki með honum til Kína, en var að horfa á keppnina í beinni sjónvarpsútsendingu þegar slysið varð.

Lucy Draycott hún tilkynnti um fráfall kærastans inn á fésbókarsíðu sinni og bað jafnframt um frið til að vinna úr sorginni.  Lucy hefur síðan fengið mikið stuðning í gegnum samfélagsmiðla og hefur staðið fyrir minningarstund fyrir sinn heittelskaða.









Þetta er í annað skiptið á fimm árum sem ökumaður deyr eftir slys á Macao brautinni en Portúgalinn Luis Carreira lést árið 2012 eftir að hafa misst stjórn á hjóli sínu í sömu beygju.

Norður Írinn Glenn Irwin var í fyrsta sæti þegar keppni var hætt eftir sex hringi og hann var síð úrskurðaður sigurvegari. Verðlaunaafhendingin mun hinsvegar aldrei fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×