Handbolti

Seinni bylgjan: FH-ingar hefðu þurft að fá þennan töflufund með Degi Sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Dagur Sigurðsson mætti í Seinni bylgjuna til Tómasar Þórs Þórðarsonar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en maðurinn sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 var mættur í þáttinn í þriðja sinn í vetur.

Seinni bylgjan var að fjalla um tíundu umferð Olís deildarinnar en þar tapaði topplið FH sínum öðrum leik í röð og þar með toppsætinu til Valsmanna.

FH-ingar hafa átt í erfiðleikum með mismunandi framliggjandi varnir í síðustu leikjum sínum á móti ÍBV og Selfoss og þetta eru fyrstu tapleikir liðsins í deildinni á leiktíðinni.

Dagur hefur hingað til lagt það í vana sinn að taka léttan töflufund í þættinum og það var engin undantekning á því í gær. Að þessu sinni skoðaði hann 5:1 vörnina sem meðal annars hjálpaði ÍBV-liðinu að sækja tvö stig í Kaplakrika.  

„Í 5:1 vörninni hangir einn fyrir framan vörnina og hann tekur þessa sendingalínu. það er mjög erfitt að ná flæði á boltann þegar þú ert með þennan mann fyrir framan,“ sagði Dagur áður en hann útskýrði málið betur á teiknitöflunni.

Það má sjá allan töflufundinn hans í Seinni bylgjunni með því að opna spilarann hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.