Viðskipti erlent

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin til Parísar

Daníel Freyr Birkisson skrifar
EBA flyst til Parísar.
EBA flyst til Parísar. Vísir/epa
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (European Banking Authority) mun koma til með að færa höfuðstöðvar sínar til Parísar frá London. Financial Times greinir frá

Leitað hefur verið eftir nýrri staðsetningu fyrir stofnunina, sem sér um eftirlit með bönkum innan Evrópu, eftir að Bretland samþykkti að draga til baka aðild sína að Evrópusambandinu.

Ákvörðunin kætti Emmanuel Macron Frakklandsforseta mjög, en hann lítur svo á að París verði höfuðborg efnahagsmála innan ESB eftir Brexit. Hann kvaðst vera hamingjusamur og ánægður með ákvörðunina.

Dregið var um hvaða borg fengi EBA í sínar hendur en einnig um EMA (European Medicines Agency) og hlaut Amsterdam þar vinninginn.

Þessar tvær stofnanir eru með um þúsund starfsmenn á sínum snærum og er ljóst að þeir þurfa allir að flytja sig um set þegar Brexit gengur í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×