Fótbolti

Liverpool og Real Madrid eiga eitt sameiginlegt í Meistaradeildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Meistaradeildin i fótbolta fer aftur af stað í kvöld en þá fer fram fimmta umferðin í riðlum E, F, G og H. Línur eru farnar að skýrast og margt getur gerst í kvöld.

Leikirnir hefjast allir klukkan 19.45 en klukkan 19.15 fer Meistaradeildarmessan í loftið þar sem má fylgjast með öllum leikjum kvöldsins samtímis. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá eftir leikina eða klukkan 21.45.

Það er langt liðið á riðlakeppnina enda aðeins ein umferð eftir að loknum leikjunum í kvöld.

Tvö lið í þessum fjórum riðlum hafa þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum en það eru ensku liðin Manchester City og Tottenham. City hefur unnið alla fjóra leiki sína í F-riðli en Tottenham er með 3 sigra og 1 jafntefli í H-riðli.

Svo eru það liðin sem fá í kvöld tækifæri til að fylgja Manchester City og Tottenham í útsláttarkeppnina.  Liverpool og Real Madrid eiga þar margt sameiginlegt.

Liverpool, Sevilla, Shakhtar, Porto og Real Madrid eiga öll möguleika á því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hér fyrir neðan skulum við skoða hvernig þau fara að því.

E-riðill: Spartak Moskva (5 stig) mætir Maribor (1 stig) og Sevilla (7 stig) mætir Liverpool (8 stig)

O Liverpool kemst áfram með sigri en jafntefli gæti dugað ef Spartak Moskva tapar sínum leik.

O Sevilla kemst áfram með sigri.

F-riðill: Napoli (3 stig) mætir Shakhtar Donetsk (9 stig) og Manchester City (12 stig) mætir Feyenoord (0 stig)

O Manchester City er búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum

O Shakhtar kemst áfram ef liðið tapar ekki sínum leik á móti Napoli.

G-riðill: Besiktas (10 stig) mætir Porto (6 stig) og Monakó (2 stig) mætir RB Leipzig (4 stig)



O Besiktas er búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum

O Porto kemst áfram með sigri svo framarlega sem RB Leipzig vinnur ekki sinn leik

G-riðill: Borussia Dortmund (2 stig) mætir Tottenham Hotspur (10 stig) og APOEL (2 stig) mætir Real Madrid (7 stig)

O Tottenham er búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum

O Real  Madrid kemst áfram með sigri en jafntefli gæti dugað ef Dortmund nær ekki að vinna sinn leik.

Það má lesa meira um möguleikana á heimsíðu UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×