Lífið

Fjölmargir fögnuðu æviminningum Guðmundar H.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur H. Garðarson og Björn Jón Bragason höfundur bókarinnar.
Guðmundur H. Garðarson og Björn Jón Bragason höfundur bókarinnar.
Bókaútgáfan Skrudda efndi til útgáfuhófs á föstudaginn var í Húsi verslunarinnar vegna nýútkominna æviminninga Guðmundar H. Garðarsson.

Höfundur bókarinnar er Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur. Um 100 manns lögðu leið sína í hófið sem var haldið í sal VR, en Guðmundur var formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur í 23 ár og starfsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í tæpa fjóra áratugi.

Auk þess var hann alþingismaður, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og svo mætti lengi telja. Góður rómur var gerður að ræðu Guðmundar í hófinu en hann er nýorðinn 89 ára.

 

Björn Jón Bragason rithöfundur ávarpar gesti.
Fjölmennt var í útgáfuhófinu.
Guðmundur H. Garðarsson og Ellert B. Schram.
Kjartan Magnússon, Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×