Enski boltinn

Fyrstur til að vera kærður fyrir leikaraskap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oumar Niasse, senegalski framherjinn hjá Everton, varð í dag fyrsti leikmaðurinn sem er kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir leikaraskap.

Niasse fiskaði víti þegar Everton gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace á laugardaginn.

Hann féll þá í teignum eftir litla snertingu frá Scott Bann og Anthony Taylor, dómari leiksins, gekk í gildruna. Leighton Baines jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnunni. Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Niasse sjálfur svo í 2-2 og tryggði Everton stig.

Nýjar reglur varðandi leikaraskap voru innleiddar fyrir tímabilið en þær kveða á um að hægt sé að dæma menn fyrir leikaraskap eftir á.

Niasse hefur til klukkan 18:00 í dag til svara fyrir sig. Annars er Senegalinn á leiðinni í bann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×