Erlent

40 mínútna útsending fyrir bí vegna rútu

Samúel Karl Ólason skrifar
Um leið og fyrsta sprenginin sprakk var rútunni ekið fyrir myndavélina.
Um leið og fyrsta sprenginin sprakk var rútunni ekið fyrir myndavélina.
Starfsmaður Veðurstöðvarinnar í Bandaríkjunum lenti í því í gær að vegna rútu eyðilagðist 40 mínútuna bein útsending. James Crugnale, starfsmaður stöðvarinnar, hafði fundið fullkomna staðsetningu til að fylgjast með niðurrifi Georgia Dome í Atlanta í gær.

Sjá einnig: Leikvangur sprengdur til grunna á fimmtán sekúndum

Grugnale hafði verið í beinni útsendingu í 40 mínútur til að ná þeim fimmtán sekúndum sem það tók að láta húsið falla um sjálft sig. Á ögurstundu var rútu hins vegar ekið fyrir sjónarhorn myndavélarinnar og sama hvað Grugnale bað þess að rútan yrði færð gekk það ekki.

Tímasetningin og óheppnin er nánast ótrúleg.

Auðvitað vekti þetta atvik mikla lukku, hjá öllum nema Grugnale.

Aðrir fóru að gera grín að atvikinu og setja rútuna inn á annað myndefni. Eins og sjá má hér að neðan.

Sacramento Kings grínuðust í Denver Nuggets.

Nuggets svöruðu þó um hæl.

Sports Illustrated gerði einnig grín að atvikinu.

En það fór eitthvað fyrir brjóstið á Veðurrásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×