Enski boltinn

Unglingarnir sem hafa spilað mest í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Watford.
Richarlison hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Watford. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Richarlison hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina. Þessi tvítugi strákur hefur spilað stórvel með Watford og vakið athygli stærri liða.

Richarlison hefur verið í stóru hlutverki hjá Watford og til marks um það hefur hann spilað 94% af þeim mínútum sem hafa verið í boði í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Richarlison hefur spilað mest af þeim leikmönnum sem eru fæddir 1997 og síðar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Tammy Abraham, framherji Swansea City, kemur næstur en hann hefur spilað 90,7% leiktímans. Abraham er lánsmaður frá Chelsea.

Dominic Calvert-Lewin hjá Everton er svo í 3. sætinu en hann hefur spilað 73,2% leiktímans.

Ungstirnin hjá Manchester-liðunum, Marcus Rashford hjá United og Gabriel Jesus hjá City, hafa einnig spilað mikið eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Unglingarnir sem hafa spilað mest í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

Richarlison (Watford) - 1997 - 94%

Tammy Abraham (Swansea) - 1997 - 90,7%

Dominic Calvert-Lewin (Everton) - 1997 - 73,2 %

Joe Gomez (Liverpool) - 1997 - 72,8%

Timothy Fosu Mensah (Crystal Palace) - 1998 - 70,9%

Marcus Rashford (Manchester United) - 1997 - 70,9%

Gabriel Jesus (Manchester City) - 1997 - 61,0%

Tom Davies (Everton) - 1998 - 53,4%

Ramadan Sobhi (Stoke) - 1997 - 34,5%

Lewis Cook (Bournemouth) - 1997 - 34,3%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×