Lífið

Troðfullt á opnun LiBRARY

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Gauti og Jón Gunnar hafa séð um hönnun staðarins.
Arnar Gauti og Jón Gunnar hafa séð um hönnun staðarins. Myndir / Þorgeir Olafsson
LiBRARY Bistró opnaði á dögunum á besta stað í miðbæ Keflavíkur en staðurinn tengist Park Inn Radisson hótelinu á Hafnargötu 57. Stjórnendur hótelsins leituðu í vor til Jóns Gunnars Geirdals og Arnars Gauta varðandi hugmyndavinnu.

Mikil fjárfesting liggur í staðnum og öll húsgögn eru innflutt frá Dialma Brown á Ítalíu. Þeir félagar fundu fyrir því að að heimamenn vantaði eitthvað í heimabyggð sem væri á pari við það sem þeir væru að sækja í til höfuðborgarinnar.

„Við erum svokallað „onestopshop“ fyrir okkar verkefni. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina og hvernig hún dreifist yfir daginn og vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum og þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar og svo sjálfa opnunina. Við erum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja og upplifun í mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna,“ sagði Jón Gunnar Geirdal í spjalli við Fréttablaðið um daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×