Viðskipti innlent

Eiður ráðinn til VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Eiður Eiðsson stafaði áður hjá Arion banka.
Eiður Eiðsson stafaði áður hjá Arion banka. VÍS
Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænna verkefna hjá tryggingafélaginu VÍS.

Í tilkynningu frá VÍS segir að Eiður muni hafa umsjón með þróun og innleiðingu stafrænna lausna. Sé það liður í stefnu VÍS að vera leiðandi í stafrænum lausnum þar sem lögð er áhersla á virði fyrir viðskiptavini. 

„Eiður kemur til VÍS frá Arion banka þar sem hann var verkefnastjóri í Stafrænni framtíð og kom þar að mörgum af stærstu upplýsingatækniverkefnum sem bankinn hefur ráðist í á undanförnum árum. Hann er viðskiptafræðingur og býr yfir meira en 20 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Eiður kemur til starfa um miðjan desember,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×