Lífið

Trump náðaði kalkúnana Læri og Óskabein

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar
Mikil fjölmiðlaumfjöllun er um málið.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun er um málið.
Bandaríkjamenn fagna þakkargjörðarhátíðinni næstkomandi fimmtudag og snæða þá kalkún með tilheyrandi meðlæti.

Sú óvenjulega hefð að forseti landsins „náði“ kalkúna, sem annars myndu hafna á borðum forsetafjölskyldunnar, vekur að að jafnaði mikla athygli í fjölmiðlum.

Kalkúnabræðurnir sem fengu nöfnin Læri og Óskabein, hlutu náð Donalds Trump í ár, en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem að forsetinn tekur þátt í þessum óvenjulega sið.

Kalkúnar sem ólust upp í Minnesota fylki fengu höfðinglegar móttökur þegar þeim var flogið á fyrsta farrými til höfuðborgarinnar , Washington D.C.

Þeim bauðst gisting á lúxus hóteli þar í borg þar sem þeim var þjónað frá goggi til fótar. Læri og Óskabein verða  síðan fluttir á sérstakan kalkúnabúgarð  þar sem fyrir eru þeir kalkúnar sem hafa hlotið forsetalega náðun.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×