Handbolti

Leggur metnað í varnarleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur er harður í horn að taka
Haukur er harður í horn að taka Vísir/Eyþór
Meðal þess sem stendur upp úr í leik Hauks Þrastarsonar, leikmanns Selfoss í Olís deild karla í handbolta, er hversu sterkur varnarmaður hann er.

Það sást bersýnilega í sigrinum á FH þar sem Haukur var með 14 löglegar stöðvanir [þegar leikmaður brýtur á mótherja án þess að fá refsingu] og stal boltanum í þrígang samkvæmt HBStatz. Haukur segist leggja mikinn metnað í vörnina.

„Ég geri það. Hún er alveg jafn mikilvæg og sóknin. Ég hugsa þannig. Ég hef alltaf lagt mikla vinnu í að æfa vörn,“ sagði Haukur. Þjálfari hans er að vonum ánægður með hvernig strákurinn spilar vörnina.

„Maður segir við þessa stráka að ef þeir ætla að komast langt er svo dýrmætt að vera sterkir á báðum endum vallarins. Það er alveg hægt að vera hálfur leikmaður en leikurinn er orðinn svo hraður að það er erfitt að skipta mikið,“ sagði Patrekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×