Innlent

Innbrotsþjófar réðust á húsráðanda í Kópavogi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kópavogskirkja stendur skammt frá Melgerði, þar sem árásin átti sér stað.
Kópavogskirkja stendur skammt frá Melgerði, þar sem árásin átti sér stað. VÍSIR/STEFÁN
Þrír menn réðust á húsráðanda á sjötugsaldri í íbúð hans í Melgerði skömmu fyrir miðnætti. Maðurinn hafði komið að mönnunum þremur inni á heimili hans sem veittust þá að honum. 

Mennirnir voru handteknir skammt frá vettvangi og að sögn lögreglunnar voru þeir blóðugir og með ætlað þýfi. Þeir eru grunaðir um líkamsárás, húsbrot og þjófnað.

Mennirnir þrír voru fluttir á næstu lögreglustöð þar sem þeir hafa varið nóttinni í fangaklefa. Málið er til rannsóknar.

Þá þurfti lögreglan að aðstoða leigubílstjóra við Kópavogsbraut á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þrír karlmenn áreitt bílstjórann og síðan yfirgefið bifreiðina án þess að greiða ökugjaldið. Ekki er nánar greint frá málalyktum í dagbók lögreglunnar.

Örskammt er á milli þessara staða þannig að ekki er útilokað að um sömu menn sé að ræða í báðum tilfellum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×