Fótbolti

Þjálfari Sevilla sagði sínum mönnum í hálfleik að hann væri með krabbamein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænska liðið Sevilla náði að koma til baka á móti Liverpool í Meistaradeildinni  í gærkvöldi og tryggja sér jafntefli þrátt fyrir að lenda 3-0 undir í leiknum.

Eftir leikinn bárust fréttir af því hvað Eduardo Berizzo, þjálfari Sevilla, sagði við sína menn í hálfleik þegar liðið var 3-0 undir. Það er ljóst að þar var ekki venjuleg hálfleiksræða á ferðinni. 

Leikmenn Sevilla fagna með Eduardo Berizzo í gærkvöldi.Vísir/AFP
Eduardo Berizzo sagði nefnilega sínum leikmönnum í hálfleik að hann væri að berjast við krabbamein.  Það er búist við því að félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. 

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann 48 ára gamli Eduardo Berizzo sé að berjast við blöðruhálskrabbamein. Hann tók við liðinu í sumar. 



Roberto Firminio skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og Sadio Mane bætti við því þriðja. Það leit því allt út fyrir auðveldan sigur Liverpool sem hefði þýtt sæti í sextán liða úrslitunum. 

Wissam Ben Yedder minnkaði hinsvegar muninn með tveimur mörkum, það fyrra með skalla og það seinna út víti. Pizarro skoraði síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins. 

„Við urðum að koma út með allt annað hugarfar og spila fyrir stuðningsmennina okkar og fyrir stjórann,“ sagði argentínski landsliðsmaðurinn Ever Banega eftir leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×