Viðskipti innlent

Brotafl er gjaldþrota

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Héraðssaksóknari rannsakaði félagið vegna gruns um stórfelld skattalagabrot.
Héraðssaksóknari rannsakaði félagið vegna gruns um stórfelld skattalagabrot. Vísir/GVA
Félagið Brotafl ehf. var á dögunum tekið til gjaldþrotaskipta en það sætir rannsókn hjá héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrot. Gjaldþrotið var tilkynnt í Lögbirtingablaðinu.

Í apríl 2016 var greint frá því að 5-10 félög væru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna stórfelldra skattalaga- og bókhaldsbrota. Í kjölfarið var gerð húsleit á vegum lögreglunnar þar sem lagt var hald á gögn og fjármuni. Þá var einnig lagt hald á kannabisplöntur sem fundust í leitinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru Brotafl og Kraftbindingar stærstu félögin til rannsóknar.

Auk þess voru fyrirtækin rannsökuð, grunuð um mansal, og greindu lögreglumenn frá nöturlegum aðstæðum sumra verkamanna frá Austur-Evrópu en víða voru raflagnir, hiti og salernisaðstaða í ólagi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×