Enski boltinn

West Brom ætlar að ræða við Pardew

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alan Pardew gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Alan Pardew gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
Alan Pardew þykir líklegur sem næsti knattspyrnustjóri West Brom.

Samkvæmt heimildum Daily Mail ætlar West Brom að hefja viðræður við Pardew sem hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Crystal Palace undir lok síðasta árs.

West Brom rak Tony Pulis á mánudaginn en liðinu hefur gengið skelfilega það sem af er tímabili.

West Brom vill ganga sem fyrst frá ráðningu á nýjum stjóra og það gæti verið kominn nýr maður í brúna þegar liðið sækir Tottenham heim á sunnudaginn.

Í frétt Daily Mail segir að Sam Allardyce komi einnig til greina hjá West Brom. Hann ku þó ekki hafa neinn áhuga á starfinu.

West Brom, sem hefur ekki unnið leik síðan í 2. umferð, situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Fjórðungur liðanna búin að reka stjóra

Þótt aðeins 102 dagar séu síðan flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni hafa fimm knattspyrnustjórar misst starfið sitt. Fjórðungur liðanna í deildinni hefur því rekið stjóra það sem af er tímabili.

Pulis rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur rekið Tony Pulis úr starfi knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×