Fótbolti

Sigurður Ragnar byrjar eins með kínverska landsliðið og það íslenska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í dag.
Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Kínverska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir því ástralska, 0-3, í vináttulandsleik í Melbourne í dag.

Þetta var fyrsti leikur kínverska liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem er nýtekinn við því. Honum til aðstoðar eru Halldór Björnsson og Dean Martin.

Sigurður Ragnar var áður landsliðsþjálfari Íslands og fyrsti leikurinn undir hans stjórn tapaðist einnig. Ítalía vann þá Ísland, 2-1, á Algarve-mótinu í mars 2007.

Kínverska landsliðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að undanförnu. Kína hefur tapað þremur af síðustu sex leikjum sínum, unnið tvo og gert eitt jafntefli.

Kína og Ástralía mætast öðru sinni í Geelong í Ástralíu á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Sigurður Ragnar ætlar að fá íslenska þjálfara sér til aðstoðar í Kína

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir í samtali við Fótbolta.net að hann ætli allavega að ráða tvo íslenska þjálfara sér til aðstoðar hjá Kínverska kvennalandsliðinu í fótbolta. Sigurður skrifaði í gær undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið en hann hefur náð góðum árangri með kvennalið Jiangsu Suning þar í landi á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×