Viðskipti innlent

Fyrrverandi eigendur Saffran stefna FoodCo

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Haukur Víðisson og Jamil Jamchi seldu Saffran til FoodCo árið 2012.
Haukur Víðisson og Jamil Jamchi seldu Saffran til FoodCo árið 2012. Vísir/Vilhelm
Haukur Víðisson og Jamil Jamchi, fyrrverandi eigendur veitingastaðarins Saffran, hafa stefnt veitingastaðakeðjunni FoodCo hf. vegna eftirstöðva kaupverðs í sölu sem fram fór árið 2012.

Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ágreiningurinn að því hvort hluti eftirstöðvanna eigi að koma til lækkunar á kaupverði eða hvort að það eigi að greiða hann. Fyrrverandi eigendur Saffran eru að innheimta það og FoodCo telur þær kröfur ólögmætar. Ekki fékkst uppgefið hvað upphæðin sem um ræðir er nákvæmlega en hún er ekki talin há, sé litið til heildarkaupverðs upprunalegu sölunnar.

FoodCo gekk, eins og áður segir, frá kaupunum á Saffran árið 2012, og eru matsölustaðirnir fjórir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. FoodCo rekur auk þess matsölustaðina Aktu taktu, Roadhouse, Pítuna, American Style, Eldsmiðjuna og fleiri.


Tengdar fréttir

FoodCo kaupir Kaffivagninn

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935. Á fimmta hundrað manns starfa hjá Foodco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×