Lífið

„Fólk ríður sér til ánægju, það er hluti af lífinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Emilia Clarke er ein af stjörnunum í Game of Thrones.
Emilia Clarke er ein af stjörnunum í Game of Thrones. Vísir / Getty Images
Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke prýðir forsíðu tímaritsins Harper’s BAZAAR. Í viðtalinu segist hún meðal annars vera búin að fá sig fullsadda á því að fólk einblíni á nektina í Game of Thrones.

„Ég er að verða svolítið pirruð á því þegar fólk segir hluti eins: Ó, já, allar klámsíðurnar fóru niður þegar Game of Thrones byrjaði aftur. Og ég hugsa: The Handmaid’s Tale? Ég dýrka þann þátt og ég grét þegar serían var búin því ég var svo sár yfir því að geta ekki séð meira. Sá þáttur snýst um kynlíf og nekt. Það eru svo margir þættir sem snúast um þá sönnu staðreynd að fólk fjölgar sér,” segir Emilia í viðtalinu og heldur áfram. 

„Fólk ríður sér til ánægju - það er hluti af lífinu.”

Emilia klæðist glæsilegum kjólum í Harper's BAZAAR.
Ástríða fyrir list

Nú nálgast endalok Game of Thrones, en síðasta serían verður sýnd annað hvort á næsta ári eða ári 2019. Emilia fer hins vegar úr Khaleesi-hamnum næsta vor þegar kvikmyndin Solo, sem er afleiða af Star Wars-myndunum, verður frumsýnd. Hún segir það hafa sína kosti að vera stórstjarna, sérstaklega þegar kemur að ástríðu hennar fyrir fínni list.

„Þegar ég byrjaði að þéna peninga keypti ég endurprentanir. Ég á eina eftir Matisse sem er ein af 1002 og er nánast á viðráðanlegu verði. Ég er hrifin af kvenkyns listamönnum og verkum sem eru innblásin af konum. Nú er ég að reyna að kaupa upprunaleg verk en ég hef ekki efni á verkum eftir fræga listamenn,” segir Emilia.  

Þá segist hún einnig lengi vel hafa verið vonsvikin að heyra að hún liti ekki út á réttan hátt fyrir skemmtanaiðnaðinn.

„Ég varð reið. Tja, ekki reið. Reið er rangt orð. En það ýtti mér í átt að annarri týpu, neyddi mig til að vera leikkona. Í staðinn fyrir að leika bara Júlíu og gera létt efni, var ég vitra og fyndna amman eða vændiskona sem hafði séð betri daga,” segir Emilia en viðtalið í heild sinni má lesa hér.

 

Æðisleg Emilia.
Forsíða Harper's BAZAAR.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×