Handbolti

Janus Daði bar af í Íslendingaslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Janus Daði Smárason var atkvæðamestur í liði Álaborgar í kvöld.
Janus Daði Smárason var atkvæðamestur í liði Álaborgar í kvöld. mynd/aab
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Álaborg höfðu betur á móti Aarhus í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 29-24.

Sigurinn var ansi þægilegur hjá Danmerkurmeisturunum en þeir komust mest sjö mörkum yfir í seinni hálfleik, 25-18, og siglduauðveldum sigri í höfn.

Janus Daði Smárason, leikstjórnandi Álaborgarliðsins og íslenska landsliðsins, hefur verið að spila frábærlega undanfarið og hann var í stuði í kvöld.

Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk í fimm skotum og gaf þrjár stoðsendingar en Arnór Atlason var ekki í leikmannahópi Álaborgar í kvöld.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Árósarmenn úr jafnmörgum skotum og Ómar Ingi Magnússon tvö úr fimm skotum. Línumaðurinn Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum.

Álaborg er í fimmta sæti með fjórtán stig eftir ellefu leiki en Árósamenn eru tveimur sætum neðar með tólf stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×