Viðskipti innlent

Uppgjörið mun styðja við verð Eimskips

Hörður Ægisson skrifar
Uppgjör Eimskips á þriðja ársfjórðungi, þar sem tekjur jukust um 32 prósent, var í samræmi við væntingar greinenda hagfræðideildar Landsbankans.
Uppgjör Eimskips á þriðja ársfjórðungi, þar sem tekjur jukust um 32 prósent, var í samræmi við væntingar greinenda hagfræðideildar Landsbankans.
Uppgjör Eimskips á þriðja ársfjórðungi, þar sem tekjur jukust um 32 prósent, var í samræmi við væntingar greinenda hagfræðideildar Landsbankans. Fram kemur í viðbrögðum deildarinnar við uppgjörinu að jákvæðu þættirnir hafi verið lægri launakostnaður og góð innkoma nýrra flutningsmiðlunarfyrirtækja. Neikvæðu þættirnir hafi hins vegar legið í áætlunarsiglingum og áframhaldandi misvægi í innflutningi og útflutningi á helstu markaðssvæðum Eimskips.

Hagfræðideildin telur þó að uppgjörið muni styðja við verð félagsins frekar en hitt. Samdráttur var í flutningum til Norður-Noregs og einnig í innflutningi til Færeyja. Þá jukust tekjur af flutningsmiðlun um 87 prósent og námu samtals 64,8 milljónum evra. Launakostnaður hækkaði um 10,7 prósent á milli ára sem er minni hækkun en var á hinum tveimur fjórðungum ársins.

Þrátt fyrir að uppgjör Eimskips hafi verið í samræmi við spá greinenda þá lækkuðu bréf félagsins í verði um átta prósent í 400 milljóna viðskiptum í gær. Verðlækkunin kemur í kjölfar þess að fjárfestingasjóðurinn Yucaipa tilkynnti samhliða uppgjöri félagsins að hann væri að skoða sölu á hluta eða allri hlutafjáreign sinni en sjóðurinn er stærsti hluthafi Eimskips með 25,3 prósenta hlut. Miðað við gengi bréfa Eimskips við lokun markaða í gær er sá hlutur metinn á um 12,5 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×