Innlent

Smárúta nam staðar í miklum halla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hálka og ofankoma hefur verið ríkjandi víða um land. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hálka og ofankoma hefur verið ríkjandi víða um land. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Auðunn
Minnstu munaði að illa færi þegar smárúta rann út af þjóðveginum á Svalbarðsströnd og nam staðar í miklum halla í gærkvöldi.

Þrír erlendir ferðamenn og ökumaður voru um borð og hallaðist bíllinn svo mikið að engin þorði að hreyfa sig og var kallað á hjálp.

Lögregla, sjúkrabíll og slökkvibíll komu á vettvang og með sameiginlegu átaki þeirra og með aðstoð frá bónda á öflugri dráttarvél tókst að tryggja bílinn svo að fólkið þyrði út.

Tókst svo að koma smárútunni upp á veginn á ný, ella hefði hún oltið niður mikinn bratta og hafnað ofan í skurði, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×