Innlent

Fregna að vænta frá Strassborg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. VÍSIR/VILHELM
Mannréttindadómstóll Evrópu, sem hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi, mun klukkan 9 að íslenskum tíma kveða upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu.

Málið lýtur að dómi Landsdóms í apríl 2012 sem fann Geir sekan um að hafa vanrækt embættisskyldur sínar. Var hann ekki talinn hafa haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins árið 2008, sem brýtur í bága við 17. grein stjórnarskrárinnar.

Honum var ekki gerð refsing. Þá var hann jafnframt sýknaður í þremur ákæruliðum og tveimur vísað frá.

Kvörtun Geirs til Mannréttindadómstólsins laut að því að ákæran til Landsdóms hafi verið á pólitískum grundvelli. Þá hafi verið gallar á málatilbúnaðinum og Landsdómur ekki verið sjálfstæður og óvilhallur. Þar að auki sé sé stjórnarskrárákvæðið óskýrt og erfitt hefði verið fyrir hann að sjá að framganga hans myndi ganga í berhögg við það.

Geir kærði málið til Mannréttindadómstólsins í október 2012. Rúmu ári síðar ákvað dómstóllinn að taka það fyrir.


Tengdar fréttir

Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur

"Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×