Bílar

Evrópusambandið sektar 5 íhlutaframleiðendur fyrir verðsamráð

Finnur Thorlacius skrifar
Takata var einn þeirra íhlutaframleiðenda sem sektað var af Evrópusambandinu.
Takata var einn þeirra íhlutaframleiðenda sem sektað var af Evrópusambandinu.

Fimm íhlutaframleiðendur voru sektaðir í vikunni fyrir verðsamráð á öryggispúðum, sætisbeltum og stýrishjólum í bíla japanskra bílaframleiðenda. Alls nema sektirnar 4,1 milljörðum króna. Íhlutina seldu þessir framleiðendur til Toyota, Suzuki og Honda á árunum 2004 til 2010 og því er þessi rannsókn búin að standa yfir lengi.

Fyrirtækin sem sektuð voru eru Tokai Rika, um 1,8 milljónir evra, Takata öryggispúðaframleiðandinn um 12,7 milljónir evra, Autolive um 8,1 milljónir evra, Toyoda Gosei um 11,3 milljónir evra og Marutaka um 156.000 evrur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.