Innlent

Búist við ófærð á Vestfjörðum í kvöld

Aron Ingi guðmundsson skrifar
Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill.
Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill. Vísir/Aron Ingi guðmundsson

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er veðurspáin fyrir kvöldið á Vestfjörðum slæm og býst Vegagerðin við því að vegurinn yfir Klettsháls muni vera ófær seinnipartinn í dag eða í kvöld. Hvessa eigi verulega og úrkoma mun fylgja með og mun skyggni því vera af skornum skammti. Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill.

Sama þjónusta var veitt í gærdag á sama svæði og er þetta liður í auknu þjónustustigi Vegagerðarinnar vegna bilunar á ferjunni Baldurs.

Leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar er opin eins og er sem og á milli Súðavíkur og Ísafjarðar en lögreglan á Vestfjörðum á von á því að skoða þurfi stöðuna síðar í dag. Spáð er úrkomu og því gæti þurft að loka vegum í varúðarskyni vegna snjóflóðahættu en snjóflóð hafa fallið meðal annars í Súðavíkurhlíð í vikunni. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru áfram ófærar sem og Strandavegur.

Bríet Arnardóttir hjá Vegagerðinni á Patreksfirði sagði útlitið ágætt varðandi fyrripart dagsins í dag en spáin væri ekki hagstæð fyrir kvöldið og sagði hún að skoða yrði aðstæður betur síðar í dag.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.