Enski boltinn

Hvar eru þeir sem spiluðu fyrsta leikinn undir stjórn Gauja Þórðar hjá Stoke?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Peter Thorne, Guðjón Þórðarson og Graham Kavanagh með Framrúðubikarinn fræga sem Stoke City vann vorið 2000.
Peter Thorne, Guðjón Þórðarson og Graham Kavanagh með Framrúðubikarinn fræga sem Stoke City vann vorið 2000. vísir/getty
Í dag eru 18 ár síðan Guðjón Þórðarson stýrði Stoke City í fyrsta sinn. Skagamaðurinn hefði ekki getað beðið um betri byrjun því Stoke vann Wycombe Wanderers með fjórum mörkum gegn engu.

Í tilefni dagsins birti The Sentinel skemmtilega grein, „Hvar eru þeir nú?“ leikmennirnir sem spiluðu þennan leik gegn Wycombe.

Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum; Sigursteinn Gíslason, sem var í byrjunarliðinu, og Einar Þór Daníelsson, sem kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark Stoke.

Sjá einnig: „Guðjón gat verið svolítið viltur“

Annars voru ekki mörg kunnugleg nöfn í liði Stoke þennan dag.

Graham Kavanagh er líklega þekktasta nafnið en hann skoraði fyrsta mark Stoke undir stjórn Guðjóns. Hann lék seinna 37 leiki með Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni auk 16 landsleikja fyrir Írland.

Peter Thorne var einnig iðinn við kolann í neðri deildunum á Englandi í mörg ár. Hann skoraði markið sem tryggði Stoke Framrúðubikarinn vorið 2000. Lærisveinar Guðjóns unnu þá Bristol City, 1-2, í einum af síðustu leikjunum á gamla Wembley.

Grein The Sentinel má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×