Íslenski boltinn

Elín Metta gæti spilað með öðru liði en Val í Pepsi-deildinni næsta sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elín Metta Jensen hefur alla tíð verið í Val.
Elín Metta Jensen hefur alla tíð verið í Val. vísir/ernir
Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen er búin að rifta samningi sínum við Val en þetta kemur fram á fótbolti.net. Hún var með samning út næsta tímabil.

Elín Metta ætlar að spila í Pepsi-deildinni næsta sumar en óvíst er með hvaða liði. Það kemur enn til greina að spila með Val en mögulega gæti hún verið á leið til annars félags hér heima.

Þessi 22 ára gamli framherji hefur spilað með Valskonum allan sinn feril en hún þreytti frumraun sína aðeins fimmtán ára gömul með Valsliðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2010.

Hún hefur lykilmaður hjá Val síðan 2012 og skorað 81 mark í 118 leikjum í deild og bikar. Hún fékk silfurskóinn í sumar en hún koraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir Val sem endaði í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×