Innlent

Hviður geta farið í 50 metra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vesturland sleppur eitt við hvassviðri sem gengur yfir landið í dag.
Vesturland sleppur eitt við hvassviðri sem gengur yfir landið í dag. Vísir/Vilhelm

Gular og appelsínugular viðvaranir einkenna veðurspá næsta sólarhrings. Þá er ennþá óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Frá sunnanverðum Vestfjörðum að Reykjanesi eru þó engar viðvaranir í gildi.

Það er gert ráð fyrir 15 til 24 m/s í dag og snjókomu eða éljagangi Norðan- og Austanlands. Dregur úr vindi og ofnakomu norðvestantil með morgninum, en hvessir fyrir austan, 20 til 28 m/s þar seinnipartinn.

Sjá einnig: Veginum fyrir Ólafsfjarðamúla lokað vegna snjóflóðahættu

Búast má við slæmu skyggni í hríð og skafrenningi og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi; á Vestförðum, öllu Norðurlandi, Austfjörðum sem og á suðausturhorninu. Þannig er búist við vindhviðum upp á 45 til 50 m/s nærri fjöllum austan Öræfa. Er því hættuleg að ferðast í ökutækjum á svæðinu.

Fólki er bent á að fylgjast vel með upplýsingum um færð á síðum Vegagerðarinnar og þróun ofanflóðaviðvarana á vef Veðurstofunnar.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því síðdegis í gær kemur fram að Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði séu lokaðar. Klettháls sömuleiði og einnig sé vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg. Súðavíkurhlíð yrði lokað kl 22.00 vegna snjóflóðahættu.

Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.

Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.

Fjarðarheiði er lokuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.