Enski boltinn

Hazard: Salah fékk aldrei tækifæri hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah í einum af fáum leikjum sínum með Chelsea.
Salah í einum af fáum leikjum sínum með Chelsea. vísir/getty
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fær tækifæri á morgun til þess að sýna Chelsea hverju félagið missti af er það ákvað að láta hann fara.

Salah fór til Chelsea árið 2014 en fékk aðeins að spila 19 leiki fyrir félagið áður en hann var lánaður til Fiorentina á Ítalíu.

Hann fór svo til Roma og var þar fram á síðasta sumar er Liverpool keypti hann frá ítalska félaginu. Salah hefur farið á kostum í liði Liverpool. Er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 9 mörk í 12 leikjum.

„Hann er algjör klassaleikmaður og fékk aldrei tækifæri hjá Chelsea. Kannski var það út af stjóranum eða öðrum leikmönnum. Ég veit það ekki,“ sagði Eden Hazard, leikmaður Chelsea.

„Á þessum tíma voru ég, Willian og Oscar þarna þannig að það var ekkert auðvelt að komast í liðið. Það er alltaf gaman að mæta vinum sínum en Liverpool snýst ekki bara um hann enda fullt af gæðaleikmönnum í liði Liverpool.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×