Fótbolti

Sjáðu þrotið hjá Everton sem fékk stjórann til að efast um framlag leikmanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Everton varð sér til skammar í Evrópudeild UEFA í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði á heimavelli fyrir Atalanta frá Ítalíu, 5-1.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Everton sem var 2-1 undir þegar að fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en liðið fékk á sig þrjú mörk undir lokin þegar að allt hrundi.

„Það minnsta sem leikmenn geta gefið er 100 prósent. Aðeins þeir leikmenn sem gerðu það geta horft á sjálfan sig í spegli í kvöld. Þeir sem voru ekki að leggja sig alla fram hafa ekkert að gera hjá þessu merka félagi,“ sagði bálreiður David Unsworth, knattspyrnustjóri Everton, eftir leikinn.

Gylfi og félagar eru á botni F-riðils með eitt stig eftir fimm umferðir en liðið er ekki búið að vinna einn leik og skora aðeins fjögur mörk en fá á sig fimmtán.

Hér að ofan má sjá hörmungina hjá Everton í Guttagarði í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×