Erlent

Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein

Atli Ísleifsson skrifar
Leikstjórarnir Robert Rodriguez og Quentin Tarantino, leikkonan Uma Thurman og framleiðandinn Harvey Weinstein við frumsýningu kvikmyndarinnar Kill Bill Vol. 2 í Los Angeles árið 2004.
Leikstjórarnir Robert Rodriguez og Quentin Tarantino, leikkonan Uma Thurman og framleiðandinn Harvey Weinstein við frumsýningu kvikmyndarinnar Kill Bill Vol. 2 í Los Angeles árið 2004. Vísir/Getty

Bandaríska leikkonan Uma Thurman hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um mál kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður um að hafa beitt fjölda leikkvenna kynferðisofbeldi.

„Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum.

Thurman hefur farið með hlutverk í fjölda mynda Weinstein og Miramax-fyrirtækisins, meðal annars myndum Quentin Tarantino, Kill Bill og Pulp Fiction.

Eftir að ásakanir á hendur Weinstein komu upp á yfirborðið neitaði Thurman að tjá sig um málið í samtali við Guardian. Sagðist hún vera of reið að ræða um Weinstein.

Leikkonan birti í gærkvöldi færslu á Instagram mynd af sjálfri sér í hlutverki hinnar hefnigjörnu Brúðar í Kill Bill. „Ég sagði nýlega að ég væri reið og ég er með nokkrar ástæður, #metoo, ef ske kynni að þið sjáið það ekki á svipnum á mér. Mér finnt mikilvægt að þetta taki sinn tíma, vera sanngjörn og nákvæm, svo... Gleðilega þakkargjörðarhátíð, allir! (Nema þú Harvey og allir illu samsærismenn þínir. Ég er ánægð að þetta taki sinn tíma, þú átt ekki skilið byssukúlu),“ segir Thurman.

Thurman lýkur færslunni á að segja „fylgist með“, sem bendir til að Thurman muni koma með frekari ásakanir á hendur framleiðandanum síðar meir.


Tengdar fréttir

Uma Thurman of reið til að tjá sig

Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×