Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 10:57 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“ Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira