Erlent

Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Árásin átti sér stað í mosku í Bir al-Abed.
Árásin átti sér stað í mosku í Bir al-Abed. Vísir/EPA
Þessi frétt var síðast uppfærð kl. 14:49



Sprengjuárás átti sér stað fyrr í dag í mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað manns eru látnir samkvæmt heimildum AFP. Nokkrir vígamenn eru grunaðir um ódæðið en þeir voru einnig vopnaðir byssum. Fréttaveita BBC greindi upprunalega frá.

Fjöldi fólks var viðstaddur bæn í kirkjunni sem er staðsett í bænum Bir al-Abed þegar mennirnir réðust inn og hófu skothríð. Fram kemur í fréttinni að sprengju hafi einnig verið hleypt af.

Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, hefur verið látinn vita af árásinni og hyggst funda með öryggisfulltrúum.

Yfirvöld hafa glímt við íslamska uppreisnarmenn á svæðum Sínaískaga frá árinu 2013. Önnur skotárás átti sér stað á svipuðum slóðum, nærri Bahariya, fyrir mánuði síðan þegar íslamskir vígamenn réðust gegn lögreglu. Talið er að um yfir fimmtíu manns hafi látið lífið þar.



Sjá má tilkynningu frá AFP hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×