Innlent

Reyndi að stinga lögreglu af og endaði á Austurbæjarbíói

Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Tveir voru handteknir vegna málsins.
Tveir voru handteknir vegna málsins. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni nú um hádegi með þeim afleiðingum að hann ók á Austurbæjarbíó. Tveir voru handteknir vegna málsins.

„Við ætluðum að stöðva bíl sem vildi ekki stoppa. Hann missti stjórn á bílnum og keyrði á Austurbæjarbíó,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Lögreglan hafði veitt manninum eftirför vegna gruns um að hann væri ekki með ökuréttindi.

Tveir menn voru handteknir í bílnum. Minniháttar slys voru á mönnunum ásamt tveimur lögreglumönnum sem virðast hafa lent aðeins aftan á bílnum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var bíllinn fullur af ýmiss konar dóti.

Lögreglubíllinn lenti aftan á fólksbílnum í látunum.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×