Innlent

Búið að opna vegi á Vestfjörðum og veðrið gengið niður

Aron Ingi Guðmundsson skrifar
Vonskuveður hefur verið í dag víða um land.
Vonskuveður hefur verið í dag víða um land. Vísir/Anton Brink
Búið er að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar að sögn Geirs Sigurðssonar hjá Vegagerðinni á Vestfjörðum. Vegir í Ísafjarðardjúpi voru mokaðir í morgun og er fært þar núna, einnig er Steingrímsfjarðarheiði opin og búið er að opna fyrir umferð um Klettsháls.

Víða eru vegir flughálir og snjóþekja er á Gemlufallsheiði, Hálfdán og Klettshálsi.

„Búið er að taka litaviðvörun Veðurstofunnar héðan, veðrið er að ganga niður og lítur þetta bara vel út í augnablikinu. Það munar miklu þegar úrkoman hættir eins og núna og vindurinn fer niður. Veðurspáin gekk alveg eftir, því var spáð að við hérna á Vestfjörðum myndum losna fyrst úr þessum veðurofsa. Þannig að staðan er góð í augnablikinu og virðist ætla að vera þannig næstu daga," segir Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×