Innlent

Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri

Birgir Olgeirsson skrifar
Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag.
Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. Vísir/Auðunn Níelsson

Norðanáhlaup hefur gengið yfir landið í dag og fengu Akureyringar að finna fyrir því. Talsverð ófærð var í bænum í morgun og lentu margir í vandræðum á leið í vinnu. Var öllu skólahaldi frestað vegna veðurs og ófærðar og hafa mokstursmenn haft í nógu að snúast það sem af er degi.

Spáð er norðlægri átt á Akureyri fram eftir kvöldi með talsverðri ofankomu. Það mun draga heldur úr vindi eftir því sem líður á nóttina en samhliða því mun stytta upp. Annað kvöld verður hæglætis veður þar í bæ samkvæmt veðurspá.

Ljósmyndarinn Auðunn Níelsson brá undir sig betri fætinum fyrr í dag og myndaði aðstæður í bænum og má skoða þær í myndasyrpu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.