Innlent

Draumalið fyrir Vestfirði í mótun

Aron Ingi Guðmundsson skrifar
Fjöllin á Vestfjörðum heilla marga Íslendinga.
Fjöllin á Vestfjörðum heilla marga Íslendinga. Vísir/Stefán
Stofnfundur Vestfjarðastofu verður haldinn 1. desember næstkomandi og mun hún taka til starfa strax í kjölfarið. Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir þetta afar viðeigandi dagsetningu og að landsmenn muni verða mikið varir við þetta nýja fyrirbæri.





Pétur G. Markan
„Vestfjarðastofa er verkefnafyrirbæri sem ég hóf að vinna að ásamt góðu fólki fyrir um það bil tveimur árum. Þetta verkefni skeytir saman Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfjarða sem gerir það að verkum að atvinnuþróunarverkefni og byggðaþróunarverkefni færast undir sama hatt. Við þessa breytingu verður meira flæði, meiri dýnamík og meiri nálgun allra starfsmanna að ólíkum verkefnum.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×