Erlent

RZA kærir Woof-Tang Clan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
RZA, aðalsprauta Wu-Tang Clan.
RZA, aðalsprauta Wu-Tang Clan. Vísir/Getty
Hundapössunarfyrirtækið Woof-Tang Clan er ekki í náðinni hjá sívinsælu hipphoppsveitinni Wu-Tang Clan. RZA, einn meðlima hljómsveitarinnar, hefur kært fyrirtækið fyrir að brjóta gegn höfundarrétti sínum.

Tónlistartímaritið breska Mixmag greindi nýverið frá málinu og hafði samband við Marty Cuatchon, eiganda Woof-Tang Clan.

„Ég er mikill aðdáandi. Við förum bara út að ganga með hunda. Ég hélt að þetta væri góð hugmynd,“ sagði Cuatchon sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málsóknina.

Auk þess að bjóða upp á pössun og göngutúra fyrir hunda selur Cuatchon boli með myndum sem apa eftir umslagi plötunnar Re­turn to the 36 Chambers en platan er sólóverk Wu-Tang-liðans Ol’ Dirty Bastard sem lést árið 2004 úr ofneyslu eiturlyfja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×