Innlent

Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Víglína íslenskra stjórnmála hefur legið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins allt frá því Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð. En nú lítur út fyrir að Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins séu að leiða flokkana saman í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Katrín verður gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.

Þá klofnaði elsti stjórnmálaflokkur landsins fyrir kosningarnar í október eftir að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins stofnaði Miðflokkinn. Lilja Alfreðsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson sem áður voru samherjar og sátu saman í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhanssonar koma einnig í Víglínuna til að ræða horfurnar í stjórnmálunum, nú þegar útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við í lok næstu viku.

Víglínan er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi kl 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×