Innlent

Hægt að skera úr með mjólkursýni hvort kýr hafi fest fang eða ekki

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kúabændum gefst nú í fyrsta skipti kostur á að fá úr því skorið með mjólkursýni hvort kýr hafi fest fang eða ekki. Frjósemisvandamál eru algeng á Íslandi enda sýna tölur að aðeins um helmingur sæddra kúa festir fang eftir fyrstu sæðingu.

Jarle Reiersen, dýralæknir hjá Mjólkursamsölunni skrifar áhugaverð grein í Mjólkurpóstinn, nýjasta fréttabréf MS um fangpróf þar sem hann hvetur kúabændur að vinna í frjósemismálum til að ná sem mest úr hverjum grip. Mjólkursamsalan byrjaði að bjóða 1. nóvember sl. að greina mjólkursýni frá kúabændum sem á að skera úr um það hvort kýr hafi fest fang eða ekki en þá er átt við hvort hún sé með kálf eftir sæðingu.

Jarle segir að frjósemisvandamál séu algeng í íslenska kúastofninum og því sé nýjungin sem Mjólkursamsalan býður upp á stórsniðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×