Sport

21 gullverðlaun til Íslands á Norðurlandamótinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Margeir stigahæstur í karlaflokki
Jón Margeir stigahæstur í karlaflokki mynd/if
Íslendingar voru sigursælir á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Alls 21 gullverðlaun féllu í skaut íslenska sundfólksins, þrettán í einstaklingsgreinum og átta í boðsundi auk þess sem sex Íslandsmet féllu á mótinu.

Jón Margeir Sverrisson kom, sá og sigraði en hann var stigahæsti sundmaður mótsins í karlaflokki. Þá var Róbert Ísak Jónsson stigahæstur í ungmennaflokki.

Kristín Þorsteinsdóttir setti tvö Íslandsmet á mótinu, í 100 metra skriðsundi og 50 metra baksundi. Agnar Ingi Traustason bætti Íslandsmet í 50 metra bringusundi og það sama gerði Jón Margeir í 50 metra flugsundi. Þeir Már Gunnarsson og Guðfinnur Karlsson bættu Íslandsmet í baksundi, Már í 100 metra baksundi en Guðfinnur í 50 metra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×