Fótbolti

Aalesund féll | Björn Bergmann þriðji markahæstur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís lagði upp mark í kvöld.
Aron Elís lagði upp mark í kvöld. vísir/getty
Þrátt fyrir 4-3 sigur á Strömsgodset í kvöld féll Íslendingaliðið Aalesund úr norsku úrvalsdeildinni á markatölu.

Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson léku allan leikinn fyrir Aalesund. Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og lagði upp eitt marka Aalesund.

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk Molde sem gerði 2-2 jafntefli við Sarpsborg. Skagamaðurinn skoraði 16 mörk í norsku deildinni og var þriðji markahæsti leikmaður hennar. Molde endaði í 2. sæti deildarinnar.

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Brann sem gerði 2-2 jafntefli við Tromsö á heimavelli. Aron Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Tromsö.

Ingvar Jónsson stóð í marki Sandefjord fyrsta hálftímann í 1-3 tapi fyrir Lilleström. Sandefjord endaði í 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×