Sport

Rússneskir frjálsíþróttamenn áfram í keppnisbanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það kemur fljótlega í ljós hvort Rússar fái að keppa á Vetrarólympíuleikunum.
Það kemur fljótlega í ljós hvort Rússar fái að keppa á Vetrarólympíuleikunum. vísir/getty
Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur ákveðið að halda rússnesku frjálsíþróttafólki áfram í keppnisbanni þar sem sambandið telur að Rússar hafi ekki enn gert nóg í baráttunni gegn notkun ólöglegra lyfja.

Rússar voru settir í keppnisbann af IAAF fyrir sléttum tveimur árum síðar og voru að vonast eftir því að mega keppa á nýjan leik í upphafi ársins. Af því verður ekki.

Nú í upphafi desember mun Alþjóða ólympíunefndin taka ákvörðun um hvort það eigi að leyfa Rússum að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum í febrúar.

Þó svo bannið muni standa þar fá einhverjir Rússar að keppa sem hlutlausir á leikunum að því gefnu að þeir uppfylli ákveðnar skyldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×