Innlent

Formennirnir funda í stjórnarráðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til fundarins í stjórnarráðinu í morgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til fundarins í stjórnarráðinu í morgun. vísir/eyþór
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funda nú í stjórnarráðinu en þau stefna að því að ganga frá lausum endum í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja í dag.

Í hádeginu munu síðan formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi funda og upp úr klukkan 13 munu þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks funda.

Samkvæmt heimildum Vísis er málefnasamningur flokkanna nánast tilbúinn en enn á eftir að ganga frá skiptingu ráðuneyta. Ekki stendur til að fjölga ráðuneytum. Þá liggur ekki fyrir hvaða flokkur muni fá forseta þingsins. Eina sem gefið hefur verið upp um skiptingu ráðherrastóla er að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra.

Farið verður yfir stöðu mála með þingflokkum verðandi stjórnarflokka í dag og flokksstofnanir þeirra boðaðar til funda sem munu fara fram á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamning flokkanna ef af ríkisstjórnarsamstarfinu á að verða.


Tengdar fréttir

„Við erum við bryggjuna“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag.

Allir vilja fá samgöngumálin

Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×