Fótbolti

Ingvar fótbrotnaði í lokaleiknum | „Besti tíminn til að meiðast“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ingvar Jónsson fer inn í fríið á hækjum eftir að hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær.

Ingvar þurfti að fara af velli á 31. mínútu leik Sandefjord á móti Lilleström eftir að hafa fundið mikinn verk í vinstri fæti þegar hann tók útspark. Sandefjord tapaði leiknum 3-1 eftir að hafa jafnað metin í 1-1. Staðan var 1-0 fyrir Lilleström þegar hann meiddist.

„Sperruleggurinn brotnaði sem er þynnsta beinið í fætinum. Þeir sögðu mér að ég yrði frá í sex vikur,“ sagði Ingvar Jónsson í viðtali við heimasíðu Sandefjord. Hann fór í læknisskoðun og þar kom alvarleiki meiðslanna í ljós.

„Þetta var að minnsta kosti besti tíminn til meiðast ef maður reynir að horfa jákvætt á þetta,“ sagði Ingvar einnig í viðtalinu sem er aðgengilegt hér fyrir neðan.





Ingvar hafði spilað allar mínúturnar í leikjum Sandefjorð fyrir þessi meiðsli en hann hélt átta sinnum marki sínu hreinu í 30 leikjum.  Hann var í síðasta landsliðshóp Heimis Hallgrímssonar og var með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×