Erlent

Banki snýr bakinu við tóbaksrisum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tóbaksfyrirtæki fá ekki lengur lán hjá frönskum banka.
Tóbaksfyrirtæki fá ekki lengur lán hjá frönskum banka. vísir/getty
Franski bankinn BNP Paribas ætlar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í tóbaksiðnaðinum. Þetta kemur fram á vefnum FinansWatch sem vitnar í frétt Bloomberg.

Haft er eftir fulltrúa bankans að ákveðið hafi verið að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem framleiða vörur sem eru skaðlegar heilsunni. Staðið verði þó við gerða samninga við núverandi viðskiptamenn.

Með þessari ákvörðun fetar bankinn í fótspor tryggingasamsteypunnar AXA og Bank of New Zealand.

Bent er á að BNP Paribas eigi enn í viðskiptum við fyrirtæki innan atvinnugreina sem gagnrýndar hafa verið út frá siðferðislegum sjónarmiðum, eins og vopnaframleiðendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×