Erlent

Þýskur borgarstjóri sem styður komu flóttamanna stunginn

Kjartan Kjartansson skrifar
Hollstein bar sig vel á fréttamannafundi í dag þrátt fyrir að hafa verið stunginn í hálsinn í gærkvöldi.
Hollstein bar sig vel á fréttamannafundi í dag þrátt fyrir að hafa verið stunginn í hálsinn í gærkvöldi. Vísir/AFP
Árásarmaður stakk borgarstjóra í vesturhluta Þýskalands í hálsinn á kebabstað í gærkvöldi en yfirvöld telja að pólitískar ástæður hafi legið að baki tilræðinu. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi hrópað gagnrýni á stefnu borgarstjórans í málefnum flóttamanna þegar hann réðst á hann.

Andreas Hollstein, borgarstjóri Altena í Norðurrín-Vestfalíu, lifði árásina af. Bærinn er þekktur fyrir að hafa tekið við fleiri flóttamönnum en honum var uppálagt. Árasarmaðurinn er í haldi lögreglu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Hollstein er í CDU-flokki Angelu Merkel kanslara. Hún fordæmdi árásina í tísti en þakkaði jafnframt þeirm sem komu borgarstjóranum til hjálpar.

Fylgistap CDU í þingkosningum í september hefur fyrst og fremst verið rakið til ákvörðunar stjórnar Merkel um að taka við meira en milljón hælisleitenda í flóttamannastraumnum inn í Evrópu árin 2015 og 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×