Erlent

Þýskur borgarstjóri sem styður komu flóttamanna stunginn

Kjartan Kjartansson skrifar
Hollstein bar sig vel á fréttamannafundi í dag þrátt fyrir að hafa verið stunginn í hálsinn í gærkvöldi.
Hollstein bar sig vel á fréttamannafundi í dag þrátt fyrir að hafa verið stunginn í hálsinn í gærkvöldi. Vísir/AFP

Árásarmaður stakk borgarstjóra í vesturhluta Þýskalands í hálsinn á kebabstað í gærkvöldi en yfirvöld telja að pólitískar ástæður hafi legið að baki tilræðinu. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi hrópað gagnrýni á stefnu borgarstjórans í málefnum flóttamanna þegar hann réðst á hann.

Andreas Hollstein, borgarstjóri Altena í Norðurrín-Vestfalíu, lifði árásina af. Bærinn er þekktur fyrir að hafa tekið við fleiri flóttamönnum en honum var uppálagt. Árasarmaðurinn er í haldi lögreglu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Hollstein er í CDU-flokki Angelu Merkel kanslara. Hún fordæmdi árásina í tísti en þakkaði jafnframt þeirm sem komu borgarstjóranum til hjálpar.

Fylgistap CDU í þingkosningum í september hefur fyrst og fremst verið rakið til ákvörðunar stjórnar Merkel um að taka við meira en milljón hælisleitenda í flóttamannastraumnum inn í Evrópu árin 2015 og 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.