Innlent

Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos

Kristján Már Unnarsson skrifar
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands, í dag.
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands, í dag. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú allar merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. Rætt var við Pál í fréttum Stöðvar 2. 

Páll Einarsson prófessor er einn af okkar reyndustu jarðeðlisfræðingum og við spurðum, í ljósi fregna síðustu mánaða, hvort það væri eitthvað óvenjulegt á seyði í eldfjöllum Íslands:

„Þessi öflugustu sýna öll ótvíræð merki um þessar mundir. Það eru kannski það sem er nýtt í þessu. Þessar stærstu eldstöðvar okkar, þær eru allar í einhverjum ham um þessar mundir og yrði enginn hissa þótt einhver þeirra gysi á næstunni,“ segir Páll. 

Hann telur þær upp; Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötn, Kötlu og nú síðast Öræfajökul.

En er öll þessi virkni á sama tíma tilviljun og er hugsanlegt að fleiri en ein eldstöð gjósi samtímis? Svör Páls má sjá hér í frétt Stöðvar 2:

 


Tengdar fréttir

Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal

Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar.

Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli

Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×